Ótrúleg umræða um sameiningu háskóla

Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri
Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri

Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri segir sjálfsagt að ræða hugsanlega sameiningu háskóla í landinu, eins og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur viðrað.

„Þegar verið er að tala um sameiningu stofnana, er gjarnan gengið út frá því að slíkt leiði sjálfkrafa til fjárhagslegs sparnaðar,“ segir Stefán. „Ef sameina á háskóla, verður að kanna allar hliðar málsins fyrst, ekki einungis út frá fjárhagslegum þætti. Við erum að tala um eitt ódýrasta og best rekna háskólakerfi í Evrópu. Samt sem áður er þessa dagana mikil umræða um sparnað og það er á margan hátt ótrúlegt. Háskólar landsins eru undirfjármagnaðir og gleðilegt að sjá hvernig þeim hefur tekist að að halda sjó á undanförnum árum. Þess vegna furða ég mig á þessari umræðu núna um frekari niðurskurð eða sparnað. Ég sé fyrir mér Háskólann á Akureyri sem sjálfstæðan háskóla í framtíðinni, en að sjálfsögðu í góðu og faglegu samstarfi við aðrar háskólastofnanir landsins,“ segir Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast