Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs á Akureyri, segir óvíst hversu mörgum flóttamönnum Akureyri gæti tekið við. Akureyrarbær var fyrst sveitarfélaga til að lýsa yfir vilja til að taka á móti flóttamönnum á þessu ári og því næsta en þá var talið að Ísland myndi taka á móti 50 flóttamönnum. Næsta víst eru að flóttamennirnir verði fleiri, jafnvel mun fleiri þar sem ríkisstjórnin hefur verið hvött til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum.
Íslenska þjóðin hefur brugðist við og hafa tólf þúsund lýst sig reiðubúna til að veita aðstoð við að taka á móti flóttamönnum hér á landi.
Á þessu stigi málsins er mjög erfitt að nefna einhverja tölu sem við hér á Akureyri gætum tekið á móti. Það sem þarf að gera núna er að stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að setjast yfir málið og reyna að átta sig á því hvernig sé best að þessu staðið því það er mjög mikilvægt að gera þetta vel," segir Guðmundur Baldvin.
-þev