Óþægindi vegna mengunar

Mengun yfir Akureyri.
Mengun yfir Akureyri.

Veðurstofan varar við mengun um allt land í dag vegna gossins í Holuhrauni. Útlit er fyrir hægt vaxandi austanátt og gera má ráð fyrir að eftir hádegi verði sú gasmengun sem er yfir landinu farin að berast til vesturs, ásamt því gasi sem gemur frá gosstöðvunum í dag. Víða má búast við mengun og gætu loftgæði orðið slæm. Á Akureyri hafa þó nokkrir fundið fyrir óþægindum í morgun vegna mengunar. Fólk sem hefur labbað í vinnu segir ástandið óvenju vont.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun sýndi mælir sem sýnir SO2 gildi í lofti eða brennissteinstvíildi óvenju mikla mengun yfir Akureyri í nótt. Mengunin hefur þó farið minnkandi með morgninum. 

Nýjast