Óspektir á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í gærkvöld og í nótt en mikill fjöldi fólks er í bænum í tengslum við Bíladaga. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og átta stöðvaðir fyrir hraðakstur. Sá sem ók hraðast var tekinn á 141 km hraða á Eyjafjarðarbraut. Að sögn lögreglu var talsvert um pústra í bænum í nótt og mikið um kvartanir, bæði vegna partíhalds í heimahúsum og spólandi bíla á götum og á bílastæðum.

throstur@vikudagur.is

Nýjast