Óskað eftir lóð undir bakarí/veitingastað á hentugum stað við Glerá

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Akureyrar var tekið fyrir erindi frá SS Byggi, þar sem óskað er eftir lóð undir bakarí/veitingastað á hentugum stað við Glerá. Lögð var fram hugmynd um lóð á nýjum stað ofar við ána. Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar þar sem m.a. kemur fram að Vegagerðin telur þessa tillögu frekar óheppilega með tilliti til umferðarflæðis og umferðaröryggis.  

Borist hefur umsögn umhverfisnefndar um erindið sem mun ekki taka afstöðu til erindisins þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af Glerársvæðinu frá stíflu til sjávar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og óskar eftir  eftir umsögn umhverfisnefndar. Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri SS Byggis sagði í samtali við Vikudag í síðasta mánuði, að fyrirtækið hafi viðrað hugmyndir um að byggja yfir Glerá, brú og veitingastað og að fjárfestar væru tilbúnir að koma að verkefninu. Hins vegar hafi reynst erfitt að fá svör.

Nýjast