18. apríl, 2011 - 11:10
Fréttir
Á síðasta fundi íþróttaráðs lagði framkvæmdastjóri íþróttadeildar fram yfirlit yfir orkukostnað í
Skautahölinni 2003-2010 þar sem fram kemur að kostnaður hefur aukist á undanförnum árum umfram framlög Akureyrarbæjar til rekstrarins.
Íþróttaráð óskar eftir því við bæjarráð að samþykkt verði aukafjárveiting til Skautafélags
Akureyrar að upphæð kr. 3.800.000 sem notist til greiðslu á uppsafnaðri skuld Skautahallarinnar við Norðurorku um síðustu áramót.
Á fundinum var einnig tekið fyrir erindi frá Þresti Guðjónssyni formanni Íþróttabandalags Akureyrar þar sem óskað er eftir
að hafnar verði viðræður við Fimleikafélag Akureyrar, Ungmennafélag Akureyrar, Sundfélagið Óðinn og Skíðafélag
Akureyrar um nýja samninga við félögin. Íþróttaráð óskar eftir frekari rökstuðningi og gögnum vegna reksturs ofangreindra
íþróttafélaga og vísaði erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2012.