Óska eftir fundi með ríkisstjórninni

Kísilver PCC á Bakka. Mynd: epe
Kísilver PCC á Bakka. Mynd: epe

Byggðaráð Norðurþings kom saman í síðustu viku þar sem tekið var til umræðu minnisblað sveitarstjóra um samantekt á stöðu atvinnumála og tækifæri til viðspyrnu vegna tímabundinnar framleiðslustöðvunar kísilvers PCC á Bakka. Byggðarráð fól sveitarstjóra að útbúa drög að erindi til ríkisstjórnarinnar með ósk um fund þar sem farið verði yfir stöðuna og framtíð atvinnuuppbyggingar á svæðinu.


Athugasemdir

Nýjast