Orri Blöndal tryggði SA sigur gegn Birninum

SA lagði Björninn að velli, 4:3, í framlengdum leik í kvöld er liðin mættust í Egilshöllinni á Íslandsmótinu í íshokkí karla. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3. Orri Blöndal sá til þess að SA færi með aukastigið með sér norður er hann skoraði eina mark framlengingarinnar og tryggði norðanmönnum dýrmætan sigur.


 

Orri Blöndal skoraði tvívegis fyrir SA í leiknum og þeir Jón Benedikt Gíslason og Jóhann Leifsson sitt markið hvor. Mörk Bjarnarins gerðu þeir Birgir J. Hansen, Brynjar F. Þórðarson og Gunnar Guðmundsson.

Eftir leikinn er SA með 22 stig á toppi deildarinnar en Björninn er í þriðja sæti með 16 stig.

 

Nýjast