Orlofshúsum fjölgað um helming

Frá Illugastöðum/mynd karl eskil
Frá Illugastöðum/mynd karl eskil

„Vinnu við að skipuleggja svæðið verður vonandi lokið seint á þessu ári, eins og staðan er í dag er rætt um að fjölga orlofshúsum á Illugastöðum um þrjátíu, sem þýðir að þau verða um sextíu talsins. Við höfum yfir að ráða nægu landrými og þegar liggja fyrir óskir um að byggja hús á staðnum,“ segir Hákon Hákonarson stjórnarformaður Illugastaða í Fnjóskadal.

 „Ef allt gengur að óskum, geta framkvæmdir hafist á næsta ári. Tilkoma Vaðlaheiðarganga styrkir orlofshúsabyggðina til mikilla muna, auk þess sem nýting gömlu húsanna hefur verið með ágætum á undanförnum árum,“ segir Hákon.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast