Óraunhæfar tillögur verða ekki að veruleika
Hann segir að einkum hafi umræðan fram til þessa verið mest um þrjár af tillögum stýrihópsins, þ.e. að sameina Holtakot og Síðusel undir einni stjórn, sem og leikskólana Flúðir og Pálmholt og eins hafi tillaga um að leggja af störf deildarstjóra á leikskólum ollið titringi. Gunnar segir að tillagan miði ekki að því að fækka starfsfólki á leikskólum, heldur sé markmiðið vekja umræðu um hvort ekki eigi að styrkja faglegt hlutverk skólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra enn frekar. „Við erum að kalla eftir umræðum um þessar tillögur, ef þær tillögur sem settar hafa verið fram reynast ekki raunhæfar þá verða þær ekki að veruleika,“ segir hann.
Gunnar nefnir að við það að sameina áðurnefnda leikskóla undir eina stjórn og hætta starfsemi Sunnubóls frá og með áramótum 2013-2014 ásamt öðrum aðgerðum, náist hagræðing í rektstri upp á 16 til 20 milljónir króna.
Frestur til að koma að ábendingum við tillögur stýrihópsins hefur nú verið lengdur fram á haust, en skólanefnd mun síðan fara yfir þær, vega og meta. Gunnar nefnir að á þremur síðastliðnum árum hafi Akureyrarbær náð að hagræða í rekstri leik-grunn- og tónlistarskóla í bænum. Nemur upphæðin sem sparast hefur með hagræðingaraðgerðum á þessu tímabili ríflega 300 milljónum króna.
Skýrsluna má nálgast á vef skóladeildar http://skoladeild.akureyri.is