Það er of snemmt að segja til um okkar viðbrögð við þessu máli. Það lá fyrir samningur á milli Íþróttafélagsins Þórs og Akureyrarbæjar á sínum tíma um framkvæmdir á vellinum og að þak yrði sett yfir stúkuna í síðasta lagi árið 2014. Þær forsendur virðast hafa breyst hjá Akureyrarbæ, segir Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.
KSÍ veitti fyrr á þessu ári heimild til að leika á Þórsvelllinum í sumar að gefnu því skilyrði að framkvæmdaáætlun um þak yfir stúkuna fyrir keppnistímabilið á næsta ári liggi fyrir, eigi síðar en 1. júlí á þessu ári. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar segir að ekki standi til að veita fjárveitingu í þak yfir stúkuna á Þórsvelli.
Að mínu mati eru kröfur KSÍ óraunhæfar, aðstaðan hérna á Akureyri er til fyrirmyndar og ég hefði haldið að við fengjum annað viðmót frá KSÍ en þessa afarkosti, sem sambandið setur Þór, segir Oddur Helgi Halldórsson formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags