Inn í þetta er blandað fræðslu og umræðum um hlátur frá ýmsum sjónarhornum. Greitt er fyrir staka tíma en einnig er boðið upp á afsláttarkort fyrir þá sem vita að æfingin skapar meistarann. Leiðbeinandi er Kristján Helgason, sem hefur kennt hláturjóga frá árinu 2004, en þá kom upphafsmaður þess, indverski læknirinn Madan Kataria til landsins.
„Það kunna allir að hlæja, en við erum sum orðin svolítið ryðguð í þessu. Mitt hlutverk er að skapa aðstæður þar sem það er í lagi að hlæja og leika sér, " segir Kristján í fréttatilkynningu. „Þetta er í rauninni spurning um að gefa sjálfum sér leyfi til að hafa gaman af þessu öllu saman. Ég segi stundum að þetta sé leik-skóli fyrir fullorðna."