Opna Krónuverslun á Akureyri
Kaupás, sem rekur 23 matvöruverslanir á landinu, hyggst opna Krónuverslun á Akureyri innan tveggja ára. Krónan er lágvöruverðsverslun með fjölbreytt vöruúrval og hefur verið í stórsókn á markaðnum undanfarin ár undir kjörorðunum, fyrst og fremst.
Kristinn Skúlason rekstrarstjóri Krónunnar, segir í samtali við Vikudag að málið sé í verkefnastöðu en yfirgnæfandi líkur sé á því að Krónan opni fyrir norðan á næstu tveimur árum.
Alls eru Krónuverslanirnar 14 talsins af ýmsum stærðum en Kristinn segist reikna með að opna stóra búð fyrir norðan eða um 1500-2000 fermetra verslun. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev