Opna blakmót KA verður haldið í KA- heimilinu um helgina og hefst keppni í kvöld, föstudag, kl. 18:30 og líkur kl. 16:00 á morgun, laugardag. Alls keppa 22 lið á mótinu í ár, 8 karlalið og 14 kvennalið.
Á mótinu munu ungir sem gamlir spreyta sig í blakinu og mun KA tefla fram sjö liðum á mótinu sem mun vera nýtt met hjá félaginu.