13. apríl, 2010 - 13:21
Fréttir
Opið hús verður í Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi að Brekkugötu 34 bakatil á Akureyri, föstudaginn 16. apríl kl 16.00.
Þórdís Lilja Þorvaldsdóttir verður gestur Aflsins og mun kynna bókina sína "Á mannamáli" og kynnt verður ársskýrslan
fyrir árið 2009 en þar kemur fram að 14% aukning var á síðasta ári.
Samdægurs hefst söfnun á velunnurum Aflsins, fólki gefst nú kostur á að styrkja Aflið með beinum fjárframlögum í gegnum
heimabankann sinn mánaðarlega, það eina sem þarf að gera er að velja mánaðarlega greiðslu, hver króna telur.