Ónæði vegna hunda að hrekja fjölskyldu í burtu

Parið segist allsstaðar koma að lokuðum dyrum.
Parið segist allsstaðar koma að lokuðum dyrum.

Par með tvö ung börn í tvíbýli á Akureyri hefur orðið fyrir miklum óþægindum og truflunum vegna fjölda hunda frá nágrönnunum. Parið, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir nágrannana brjóta lög um fjölda dýra og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir við bæjaryfirvöld hefur ekkert verið gert í málinu. Á heimilinu eru 10 hundar og 5 kettir þegar mest lætur. Samkvæmt reglum um dýrahald má hafa þrjá hunda og þrjá ketti á heimili óháð íbúafjölda.  Þau fluttu inn í íbúðina fyrir rúmu ári síðan og hafa síðan verið í stanlausri baráttu. Þau segjast allstaðar koma að lokuðum dyrum hjá bæjaryfivöldum. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær. 

-Vikudagur, 28. janúar

Nýjast