Ómaklega vegið að farþegum skemmtiferðaskipa
Pétur Ólafsson, hafnastjóri á Akureyri, segir að aðilar sem starfa við komur skemmtiferðaskipa til landsins eigi undir högg að sækja gagnvart ýmsum öðrum aðilum tengdum ferðaþjónustu. Ýmsir tala greinina einfaldlega niður og segja að farþegar skipanna séu bara fyrir öðrum gestum. En eftir sem áður flytja flugfélögin inn sífellt vaxandi fjölda ferðamanna ár hvert, án þess að það sé eitt og sér talið skaðlegt náttúrunni eða öðrum innviðum," segir Pétur.
Enginn virðist sjá ástæðu til að tala gegn auknum fjölda ferðamanna sem hingað koma með flugi og tekjur af erlendum ferðamönnum hafa þar þótt mikilvægur liður í endurreisn íslensks hagkerfis. Ferðaþjónusta tengd skemmtiferðaskipum verður fyrir ósanngjarnri gagnrýni frá aðilum sem ekki hafa kynnt sér málin nógu vel."
Pétur hefur starfað við komur skemmtiferðaskipa til landsins undanfarin 15 ár og segir nýjustu tölur sýna að áhrif af komum skemmtiferðaskipa á efnahagslíf landsins séu töluverð. Nánar er rætt við Pétur og fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.