Öllum sagt upp hjá Leikfélagi Akureyrar

Samkomuhúsið á Akureyri
Samkomuhúsið á Akureyri

Vegna fjárhagsvanda Leikfélags Akureyrar verður öllu starfsfmönnum félagsins, alls tíu manns, sagt upp störfum í dag. Félagið glímir við mikinn fjárhagsvanda og er nú rætt um að sameina rekstur Leikfélags Akureyrar, Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarhússins Hofs. „Félagið fékk 54 millj. króna lán hjá bænum fyrir tveimur árum, sem átti að greiðast niður of hratt. Þetta var of stór biti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri.

Í dag á félagið eftir að greiða um 10 milljónir af láninu, samkvæmt upplýsingum Vikudags.  „Orðspor LA hefur borist víða, sérstaklega á þessu ári, enda hefur átt sér stað mikil hugmyndafræðileg uppbygging innan félagsins,“ segir Ragnheiður. Hagnaður síðasta rekstrarárs var 2,6 milljónir króna. Félagsfundur var haldinn í gærkvöldi, þar komu fram skiptar skoðanir um samrekstur menningarfélaganna þriggja.

Nánar um þetta mál í prentútgáfu Vikudags í dag

Nýjast