Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar gerir athugasemd við að í auglýsingu á vegum Námsmatsstofnunar, þar sem 11 ný störf ráðgjafa og teymisstjóra í tilefni af innleiðingu aðgerða til eflingar læsis, sé gert ráð fyrir að störfin séu öll staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Auglýsing Námsmatsstofnunar var til umræðu á síðasta fundi Atvinnumálanefndar.
Fram kemur í bókun nefndarinnar að hún vilji nota tækifærið og minna á þriðju grein þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 þar sem fram kemur það markmið að stuðlað verði að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu starfa á vegum ríkisins.
Aðgerðir til þessa séu m.a. að "stefnt verði að því að á gildistíma áætlunarinnar snúist fækkun opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins í fjölgun með nýjum verkefnum eða tilflutningi verkefna."
Í tilfelli læsisverkefnisins hlýtur að vera einboðið, segir atvinnumálanefnd að hluti starfsfólks sé staðsettur á landsbyggðinni í námunda við þá nemendur, kennara og skólastjórnendur sem eru þátttakendur í verkefninu.