Olíuvinnsla úr plasti í uppnámi

Séð yfir Akureyri
Séð yfir Akureyri

Fyrirtækið GPO ehf. á Akureyri, sem stefnir á að vinna olíu úr plasti, hefur um þriggja ára skeið undirbúið innflutning og uppsetningu á verksmiðju á Akureyri sem breytir úrgangsplasti í olíu og nýtist á farartæki. Túlkun Umhverfisstofnunar (UST) um meðhöndlun úrgangs hefur hins vegar gert það að verkum að uppsetning verksmiðjunnar er í uppnámi. Kostnaður við verkefnið nemur um 140 milljónum og að fullu fjármagnað.

Þórarinn Kristjánsson, einn eiganda og stofnenda GPO, segist verulega ósáttur við túlkun UST, ekki síst í ljósi þess að eftirlitsstofnanir hafi tekið verkefninu á jákvæðan hátt í undirbúningsferlinu og lýst því sem verkefni sem passi inn í Græna hagkerfið. Þá segir hann að starfsleyfi hafi fengist í nóvember sl. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast