Olga Vocal Ensemble á feminískum nótum

Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble kemur fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju í dag,  su…
Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble kemur fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju í dag, sunnudaginn 15. júlí kl. 17.

Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble kemur fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju  í dag, sunnudaginn 15. júlí kl. 17. Þema tónleikanna er femínismi og bera þeir yfirskriftina It's a Woman's World þar sem listakonum síðustu 1000 ára er fagnað.

Fjölbreytni í lagavali og tónlistarstíl ræður ríkjum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Sönghópurinn er skipaður 5 strákum, allir eru þeir búsettir í Hollandi, en koma víða.

Hópurinn var stofnaður árið 2012 og kom til Íslands með tónleika ári síðar. Hann hefur heimsótt landið árlega upp frá því.

Nýjast