Ólafur vill endurskoða gjaldskrár bæjarins
"Framundan er vinna við nýja samninga á vinnumarkaði. Reykjavíkurborg ákvað á dögunum , eftir tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, að falla frá áætluðum gjaldskrárhækkunum. Það er mikilvægt að önnur sveitarfélög skoði þetta einnig og hér getur ríkið heldur ekki skorast undan og verður að bæta betur í . Stöðugleiki á vinnumarkaði er lykilatriði til þess að hjól atvinnulífsins snúist áfram og við náum að slíta okkur hægt og bítandi úr viðjum kreppunnar," skrifar Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í grein í Vikudegi. "Ég vona að bæjarstjórn Akureyrar horfi til þessa þegar gjaldskrár bæjarins verða afgreiddar á næstu dögum. Ég tel einnig að Norðurorka hafi borð fyrir báru í þessum efnum, þó svo að þar séu lagðar til hófsamar gjáldskrárhækkanir. Hér munar um allt´."