Ólafur samdi við Snæfellinga

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Halldór Torfason skrifaði í dag undir samning við úrvalsdeildarfélag Snæfells. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. Ólafur lék með Þór í vetur og var einn besti maður liðsins.

 

Hann skoraði að meðaltali 14,1 stig í leik og tók 12.1 frákast, auk þess að gefa 2,7 stoðsendingar í leik.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir lið Þórs, sem var hársbreidd frá sæti í úrvalsdeild í vor, en einnig er óvíst hvort fyrirliðinn Óðinn Ásgeirsson verði með Þórsurum næsta vetur.

Nýjast