12. febrúar, 2010 - 11:53
Fréttir
Harður árekstur varð á þjóðvegi 1 í morgun, við afleggjarann til Dalvíkur, (Ólafsfjarðarvegi) þegar þar skullu saman
fólksbíll og stór sorpbíll. Fólksbíllinn, sem var að koma eftir Ólafsfjarðarveginum, ók í veg fyrir sorpbílinn, sem var
leið vestur eftir þjóðvegi 1. Aðeins ökumenn voru í bílunum og sluppu þeir með skrekkinn, en fólksbíllinn er mikið skemmdur, ef
ekki ónýtur.