Ökumaður fluttur á slysadeild FSA eftir harðan árekstur

Ökumaður var fluttur á slysadeild FSA til aðhlynningar eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Núpasíðu og Bugðusíðu á Akureyri fyrr í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum en ökumaður og farþegi í hinum bílnum sluppu án meiðsla.  

Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom annar bíllinn upp Núpasíðu og ók í veg fyrir bílinn sem kom eftir Bugðusíðu. Eftir áreksturinn skall bíllinn sem kom upp Núpasíðu á ljósastór og hafnaði svo á hliðinni. Nota þurfti þurfti klippur til að ná ökumanninum út úr bílnum og var hann fluttur á sjúkrahús sem fyrr segir. Bíllinn er ónýtur og hinn bíllinn stórskemmdur.

Nýjast