Ökumaður á slysadeild eftir harðan árekstur

Ökumaður fólksbíls var fluttur til skoðunar á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á gatnamótum Hlíðarbrautar og Austursíðu á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum vitna á vettvangi, voru fólksbíllinn og jeppabifreið að aka í gagnstæðar áttir en við Austursíðu beygði jeppinn í veg fyrir fólksbílinn með fyrrgreindum afleiðingum. Fólksbíllinn er mikið skemmdur en minna sést á jeppanum og þá slapp ökumaður hans með skrekkinn.

Nýjast