Stefnuskrá Sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor verður kynnt undir slagorðinu Okkar Akureyri en að vinnu við stefnuskrána hafa komið á þriðja hundrað manns. Við Akureyringar höfum öll skoðanir á því sem betur má fara á einn eða annan hátt í bæjarfélaginu. Okkur Sjálfstæðismönnum finnst mikilvægt að hlusta á raddir bæjarbúa, skrifar Eva Hrund Einarsdóttir, sem skipar annað sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
.Við undirbúninginn höfum við lagt mikla áherslu á að hitta sem flesta og gefið öllum kost á því sem áhuga hafa haft, að hitta okkur og koma málum sínum á framfæri.