Ókeypis molta á Akureyri

Mynd/akureyri.is
Mynd/akureyri.is

Garðeigendur geta nú nálgast Moltu án endurgjalds austan gömlu Gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri. Moltuna má nota sem jarðvegsbæti og áburð í garða. Hana skal þó ekki nota við matjurtaræktun. Um er að ræða bæði grófsigtaða moltu og svo fínsigtaða, mismunandi hvað hentar.

Rétt er að hafa í huga við notkun moltu að hún er nær því að vera áburður en jarðvegur. Hún er sterk og best að blanda henni við mold, líkt og gert væri við húsdýraáburð. Bein snerting við rætur plantna er ekki æskileg.

Nánar

Nýjast