19. maí, 2011 - 12:08
Fréttir
Slökkvilið Akureyrar var kallað að verksmiðju Becromal í Krossanesi á ellefta tímanum í morgun. Þar hafði orðið það
óhapp að krani á saltsýrutanki brotnaði og lak sýra í þar til gerða þró. Við lekann mynduðust eiturgufur í
rýminu en engin slys urðu á fólki, enda öryggismál í góðu lagi. Slökkviliðið aðstoðaði við að dæla
úr þrónni og loka tanknum, samkvæmt upplýsingum á vettvangi.