Ógnaði drengjum með hníf á skólalóðinni

Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af máli þar sem 11 ára drengur sýndi ógnandi tilburði með vasahníf sem hann hafði fundið á víðavangi. Atvikið átti sér stað á leikvelli við Naustaskóla á Akureyri. Þar hafði hann í hótunum við aðra. Atvikið gerðist í lok mars, utan skólatíma. Lögreglan lagði hald í hnífinn en um var að ræða lítinn vasahníf. Málinu var vísað til Barnaverndar Akureyrar.

Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglufulltrúi á Akureyri, segir í samtali við Vikudag að mál sem þessi séu ávallt litin alvarlegum augum.

„Krakkar sjá svona hegðun í tölvuleikjum og bíómyndum. Því er brýnt að foreldrar ræði við börnin sín um alvarleika svona mála, því börn eiga ekki að vera með hníf á sér og alls ekki að ógna minni börnum,“ segir Gunnar. 

 


Athugasemdir

Nýjast