Öfugur fótur endaði á forsíðu Hello Magazine
Eftir fimmtán ára hlé frá laga- og textasmíðum hefur Sigfús Arnþórsson sent frá sér plötuna Græn ský. Um er að ræða ástarplötu en Sigfús segir að það liggi best fyrir sér að syngja um ástina. Hann er hvað þekktastur fyrir að semja lagið Endurfundir sem Upplyfting gerði ódauðlegt á sínum tíma. Sigfús hefur brasað í tónlist nær allt sitt líf, hann bjó í London í tólf ár þar sem hann komst í kynni við stjörnur á borð við Rod Stewart en fékk á endanum köllun um að koma heim.
Hins vegar kom hann bara hálfa leið heim, þar sem hann er búsettur í Reykjavík. Hann segist líta á sig sem Akureyring þrátt fyrir að vera Þingeyingur í húð og hár.
Vikudagur sló á þráðinn suður til Fúsa og ræddi við hann um tónlistana, lífið í London og margt fleira. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.