Öflug svæðisbundin markaðssetning mikilvæg

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á síðasta fundi sínum að halda áfram samstarfi við Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Stjórnin fagnar góðu samstarfi við Markaðsstofuna og undirstrikar mikilvægi öflugrar svæðisbundinnar markaðssetningar.

 

Jafnframt leggur stjórnin til að kannað verði hvort hagkvæmt geti reynst að Markaðsstofan taki við rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Norðurlandi eystra, en Akureyrarstofa annast rekstur hennar nú.

Nýjast