Ófært um Víkurskarð og Ljósavatnsskarð

Á Norðurlandi eystra er þæfingsfærð í Eyjafirði. Búið er að hreinsa veginn um Ólafsfjarðarmúla og þar er snjóþekja. Ófært er í Víkurskarði og Ljósavatnsskarði en þar féll snjóflóð og er verið að kanna aðstæður. Ófært er á Mývatnsöræfum og verið að skoða aðstæður. Þungfært er á Öxnadalsheiði en verið að hreinsa.  

Snjóþekja er með ströndinni austur á Reyðarfjörð en ófært á Hálsum og verið að moka. Mokstur er hafin á öllum leiðum. Á Austurlandi er þungfært á Vopnafjarðarheiði og þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum en mokstur stendur yfir. Snjóþekja á flestum leiðum og mokstur hafin. Snjóþekja og snjókom er á Fjarðarheiði. Á Norðurlandi vestra er hálka á öllum leiðum í Húnavatssýslum og norður úr. Hálka og éljagangur er á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Snjóþekja er á flestum öðrum leiðum en ófært á Siglufjarðarvegi og unnið er að mokstri.
Á Suðausturlandi er hálka austan við Höfn en autt þar fyrir vestan. Vegir á Suðurlandi eru greiðfærir þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum í uppsveitum. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru í Bröttubrekku og á nokkrum öðrum leiðum. Á Vestfjörðum er þæfingsfærð í Ísafjarðardjúpi og um Þröskulda og verið að moka, á öðrum leiðum er snjóþekja eða hálkublettir og skafrenningur og verið að moka. Ófært er á Klettshálsi en mokstur hafin.

Nýjast