Hálkublettir eru á Sandsskeiði og í Þrengslum og einnig í uppsveitum og víðar á Suðurlandi. Lyngdalsheiði er þungfær.
Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku sem og á Vatnaleið. Ófært er á
Fróðarheiði og þungfært á utanverðu Snæfellsnesi. Ófært í Svínadal. Á Vestfjörðum er víðsvegar
hálka en ófært er Í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsfjarðarheiði, um Þröskulda, Klettsháls en unnið er að
mokstri. Einnig er ófært um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.