Vetrarveður er víða um land og áfram mun ganga á með mjög dimmum éljum fram eftir degi. Enn er heldur að hvessa og á það einkum við um vestan- og norðanvert landið. Á Norðurlandi er hálka ásamt skafrenningi eða éljum nokkuð víða. Flughált er sumstaðar á útvegum. Ófært og stórhríð er á Vatnsskarði og Þæfingsfærð á Þverárfjalli. Ófært er á Öxnadalsheiði og Hófaskarði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.
Þungfært, þæfingsfærð, éljagangur og skafrenningur er víðast á Vesturlandi. Þæfingsfærð og skafrenningur er á milli Hvalfjarðaganga og Borgarnes. Á Snæfellsnesi er þungfært og þæfingur á flestum leiðum. Ófært er á Fróðárheiði, við Hafursfell og á Sógarströnd og þungfært og stórhríð á Vatnaleið. Þungfært og stórhríð er um Holtavörðuheiði, ófært á Laxárdalsheiði og í Borgarfirði og þungfært á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán og Mikladal og þar er einnig óveður. Þungfært og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Þæfingsfærð og óveður er á milli Ísafjarðar og Þingeyrar sem og í Önundar- og Súgandafirði.
Það er hált á Austurlandi og flughált nokkuð víða á útvegum. Á Suðausturlandi er einnig hált en þæfingur á útvegum. Ófært er í Jökuldal. Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán og Mikladal og þar er einnig óveður. Þungfært og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Þæfingsfærð og óveður er á milli Ísafjarðar og Þingeyrar sem og í Önundar- og Súgandafirði.