Veðurstofan segir að í dag verði hvöss norðlæg átt, snjókoma og vægt frost. Á morgun verður áfram norðlæg átt, 8-13 m/ sek og úrkomulítið síðdegis.
Á Norðurlandi eystra eru ófært og stórhríð á flestum leiðum austan Eyjafjarðar. Ófært og stórhríð er á Öxnadalsheið og þungfært í Öxnadal. Lokað er um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.
Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálkublettir, éljagangur og skafrenningur er í Húnavatnssýslum. Snjóþekja og skafrenningur er á Skagastrandavegi og í Langadal. Ófært og stórhríð er á Þverárfjalli, á Siglufjarðarvegi og í Héðinsfirði.
Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.