Of mikill hávaði á Akureyri

Hávaðamengun er víða á Akureyri.
Hávaðamengun er víða á Akureyri.

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð aðgerðaáætlunar vegna hávaða í bænum að beiðni Umhverfisstofnunar. Hávaðakort frá Akureyrarbæ sem unnið var árið 2012 gefur til kynna að hávaði sé yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum bæjarins. Þá hefur talsvert borið á kvörtunum vegna hávaða frá bæjarbúum við margar af helstu umferðargötum bæjarins, t.d. Borgarbraut, Þórunnarstræti og Þingvallastræti. Kvartanir frá íbúum við Tröllagil og Núpasíðu hafa verið áberandi. Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast