Óðinn Ásgeirsson og Hulda Þorgilsdóttir voru valin bestu leikmenn Þórs fyrir nýafstaðið tímabil í 1. deild karla og kvenna í körfubolta, á lokahófi körfuknattleiksdeildar félagsins sem haldið var í Hamri á dögunum. Bæði lék þau lykilhluverk með liðum sínum í vetur.
Eftirtaldir leikmenn hlutu viðurkenningar eftir veturinn:
Karlar
Mikilvægasti (besti) leikmaðurinn: Óðinn Ásgeirsson
Varnarmaður ársins: Benedikt Pálsson
Dugnaðarforkur ársins: Sigmundur Óli Eiríksson
Mestu framfarir: Sindri Davíðsson
Konur
Mikilvægasti (besti) leikmaðurinn: Hulda Þorgilsdóttir
Varnarmaður ársins: Súsanna Karlsdóttir
Dugnaðarforkur ársins: Rakel Rós Ágústsdóttir
Mestu framfarir; Rakel Rós Ágústsdóttir