Körfuknattleiksmaðurinn Óðinn Ásgeirsson, hefur ákveðið að taka fram skóna að nýju eftir að hafa lagt þeim í stuttan tíma á hilluna margfrægu og mun leika með Þór í 1. deildinni.
Þetta eru afar góð tíðindi fyrir félagið og stuðningsmenn þess en Þór hefur verið í miklum vandræðum í deildinni það sem af er móti. Óðinn mun án efa styrkja liðið til muna en hann hefur um árabil verið einn af fremstu körfuknattleiksmönnum landsins.