Oddur valinn besti leikmaður Akureyrar í vetur

Akureyri Handboltafélag hélt lokahóf fyrir nýafstaðið tímabil sl. föstudag, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir þá sem þóttu hafa skarað framúr á tímabilinu. Besti leikmaðurinn var valinn Oddur Gretarsson, besti varnarmaðurinn Hreinn Þór Hauksson, besti sóknarmaðurinn Oddur Gretarsson og efnilegasti leikmaðurinn var valinn Guðmundur Hólmar Helgason.

Þá var fráfarandi þjálfara liðsins, Rúnari Sigtryggssyni afhentur viðurkenningarskjöldur þar sem honum voru þökkuð framúrskarandi störf við uppbyggingu liðsins og óskað velfarnaðar við komandi verkefni.

 

Ómar Guðmundsson fékk sömuleiðis viðurkenningu fyrir mikið og fórnfúst starf fyrir liðið á undanförnum árum. Ómar hefur haldið utan um sögu félagsins með glæsilegum úrklippumöppum allt frá stofnun, aðstoðað við sjúkraþjálfun og verið boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd á öllum hugsanlegum sviðum, er segir á vef Akureyrar Handboltafélags.

Nýjast