Oddur Gretarsson leikmaður Akureyrar Handboltafélags var valinn í úrvalslið 8- 14. umferðar N1- deildar karla í handbolta, en valið var tilkynnt á blaðamannafundi HSÍ í dag.
Oddur hefur spilað vel fyrir Akureyrarliðið í undanförnum leikjum og skoraði meðal annars 12 mörk í sigri Akureyrar gegn Stjörnunni í síðustu umferð.
Úrvalsliðiðið er þannig skipað:
Markvörður: Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum.
Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri.
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum.
Miðjumaður: Anton Rúnarsson, Gróttu.
Hægri skytta: Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukum.
Hægra horn: Bjarni Fritzson, FH.
Besti leikmaðurinn: Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukum.
Besti þjálfari: Aron Kristjánsson, Haukum.
Besta dómaraparið: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Besta umgjörð leikja: Handknattleiksdeild FH.