Úrvalslið N1- deildar karla í handbolta fyrir umferðir 15- 21 voru kynntar í hádeginu í dag af HSÍ. Oddur Gretarsson leikmaður
Akureyrar var valinn besti vinstri hornamaðurinn, en það var Magnús Erlendsson, Fram, sem var valinn besti leikmaðurinn. Þá var Akureyri með bestu
umgjörðina þennan þriðja og síðasta hluta deildarinnar.
Úrvalsliðið fyrir umferð 15 til 21 er þannig skipað:
Markvörður: Magnús Erlendsson, Fram
Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum.
Miðjumaður: Fannar Þór Friðgeirsson, Val
Hægri skytta: Arnór Þór Gunnarsson, Val
Hægra horn: Bjarni Fritzson, FH
Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK
Önnur verðlaun:
Besti leikmaður: Magnús Erlendsson, Fram
Besti þjálfari: Gunnar Magnússon, HK
Bestu dómrarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Besta umgjörð: Akureyri