15. febrúar, 2010 - 18:43
Fréttir
Oddur Helgi Halldórsson, oddviti og bæjarfulltrúi L-lista lista fólksins, í bæjarstjórn Akureyrar, tilkynnti á fundi með félögum
sínum nýlega að hann myndi ekki gefa kost sér í efsta sæti listans fyrir bæjarstjórnarkosningarnir í vor, samkvæmt heimildum Vikudags.
Jafnframt að uppstillinganefnd muni á fundi í kvöld leggja fram tillögu um það hverjir skipi 5-6 efstu sæti listans í vor.
Oddur mun þó áfram vera á listanum en færa sig neðar á hann. Oddur hefur verið bæjarfulltrúi L-listans sl. þrjú
kjörtímabil en hann hefur setið í bæjarststjórn í tæp 16 ár. Fyrst þegar L-listinn bauð fram fékk hann einn
bæjarfulltrúa, tvo á síðasta kjörtímabili og einn í síðustu kosningunum.