Oddur fer ekki til Wetzlar- Ekkert heyrt frá Grosswallstadt
Enn er óvissa um hvort handboltamaðurinn Oddur Gretarsson leiki með Akureyri næsta vetur. Það er þó ljóst að hann fer ekki til
þýska liðsins Wetzlar, en hann býður ennþá eftir að heyra frá forráðarmönnum Grosswallstadt í Þýskalandi, sem
einnig hefur haft Odd undir smásjánni. „Líkurnar á að ég verði áfram hér á Akureyri hafa aukist verulega eins og staðan er
núna. Ég veit ekkert hvenær ég heyri frá Grosswallstadt og það er leiðinlegast við þetta að maður veit ekki neitt,“ sagði
Oddur í samtali við Vikudag.
Þá er einnig lítið að frétta af viðræðum milli Akureyrar og Ingimundar Ingimundarsonar landsliðsmanns, en hann mun einnig vera að skoða möguleika í Þýskalandi.