Oddur Gretarsson handknattleiksmaður frá Akureyri hélt til Þýskalands í gær þar sem hann mun æfa með úrvalsdeildarfélaginu Wetzslar. Oddur verður á reynslu hjá félaginu fram á föstudag og verður því kominn til landsins í tæka tíð fyrir úrslitarimmuna gegn FH.
Oddur hefur verið að skoða möguleika í vetur á að fara erlendis, en fleiri lið hafa borið víurnar í hann og því ágætis líkur á að hann spili erlendis næsta vetur.