„Obama stöðvaðu þína, lifi frjáls Palestína"

Ráðhústorg í dag. Myndir/Vikudagur
Ráðhústorg í dag. Myndir/Vikudagur

Í kringum 150 manns komu saman á útifundi á Ráðhústorginu á Akureyri í dag vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Á sama tíma var útifundur við bandaríska sendiráðið við Laufásveg í Reykjavík. Á meðal þeirra sem tóku til máls á Akureyri voru fulltrúar Vinstri grænna. Eitt af því sem kallað var í kór var setningin: Obama stöðvaðu þína, lifi frjáls Palestína.

„Það eru hrikalegar fréttir sem maður les og sér frá Gaza svæðinu daglega. Við getum lítið gert hérna á Íslandi. En við getum hins vegar sameinast og sýnt að okkur stendur ekki á sama um það sé að er að gerast þarna úti. Þess vegna er ég hér í dag,“ sagði ung móðir sem var á Ráðhústorgi í dag í samtali við Vikudag.

throstur@vikudagur.is

Nýjast