Óánægja meðal félagsmanna FVSA

Góð mæting var á félagsfundi sem FVSA hélt á Akureyri í vikunni. Mikil óánægja kom fram meðal félagsmanna um þá misskiptingu sem orðin er í íslensku samfélagi og að nauðsynlegt væri að sýna samstöðu í þeim  aðgerðum sem útlit væri fyrir að væru óhjávæmilegar. Á fundunum sagði Eiður Stefánsson, formaður félagsins, frá stöðunni sem upp er komin í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Farið var yfir kröfugerð félagsins og skipulag vinnustöðvana. Ef ekki verður samið fara félagsmenn FVSA í verkfall dagana 28.-31. maí og svo ótímabundið verkfall þann 6. júní.

Nýjast