Óánægja með ákvörðun um lokun hjúkrunarheimilisins Sels

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun, lýsti Jóhannes Gunnar Bjarnason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, yfir óánægju með ákvörðun um lokun hjúkrunarheimilisins Sels og þann skamma fyrirvara sem gefinn er til að bregðast við henni. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að ræða við stjórnendur FSA um málið.  

Eins og fram hefur komið hefur verið tekin ákvörðun um að loka Seli og flytja starfsemina á Kristnesspítala um komandi áramót. Starfsmenn og Félag aðstandenda á Seli hafa harðlega mótmælt lokun deildarinnar og skorað á stjórnendur að draga ákvörðun sína til baka.  Áætlað er að útgjöld sjúkrahússins lækki um 100 milljónir á ári með þessari ráðstöfun.

Nýjast