Eins og fram hefur komið hefur verið tekin ákvörðun um að loka Seli og flytja starfsemina á Kristnesspítala um komandi áramót. Starfsmenn og Félag aðstandenda á Seli hafa harðlega mótmælt lokun deildarinnar og skorað á stjórnendur að draga ákvörðun sína til baka. Áætlað er að útgjöld sjúkrahússins lækki um 100 milljónir á ári með þessari ráðstöfun.