Nýtt tölublað Vikudags er komið út. Meðal efnis í blaði vikunnar er ítarlegt viðtal við Sigurð Hjört Þrastarson sem er einn fremsti keppandinn í Crossfit hér á landi en Sigurður er einn eigandi og þjálfari í Crossfit Hamri á Akureyri.
-Fjallað er um árskýrslu Aflsins á Akureyri, samtök gegn heimilis-og kynferðisofbeldi, en í skýrslunni kemur fram að mikil aukning er á milli ára í einstaklingsviðtölum.
-Unnið er að gerð heimildarmyndar um komu flóttafólksins frá Sýrlandi til Akureyrar en tökur hófust í janúar og standa yfir fram að desember.
-Helgi Steinar Halldórsson er í Spjalli vikunnar og þá er veglegur sportpakki á sínum stað í blaðinu.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is. Þá er blaðið selt í lausasölu í fjölda verslana á Akureyri.