Nýtt og endurbætt húsnæði á blóðskilun á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Þessum tímamótum var fagnað með einstaklingum sem eru í blóðskilun, fjölskyldum þeirra og starfsfólk…
Þessum tímamótum var fagnað með einstaklingum sem eru í blóðskilun, fjölskyldum þeirra og starfsfólki á blóðskilun.

Nýlega var opnað nýtt og endurbætt húsnæði fyrir blóðskilun á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) en þar hefur verið veitt blóðskilunarmeðferð frá árinu 2015. Á gjörgæsludeild fer fram blóðskilun fyrir sjúklinga með lokastig nýrnabilunar.

Einstaklingar í blóðskilun þurfa að fara í slíka meðferð þrisvar í viku og tekur meðferðin yfirleitt 4-5 klst. Á árinu 2019 voru veittar 517 blóðskilunarmeðferðir á SAk.

Að jafnaði eru 3-5 einstaklingar í reglulegri blóðskilunarmeðferð en að auki tekur deildin á móti íslenskum og erlendum gestum sem þurfa á slíkri meðferð að halda á sínum ferðalögum. Stækkun húsnæðis á blóðskilun er að sögn starfsfólks SAk kærkomin og tímabær.


Athugasemdir

Nýjast